Eins stafs prósenta

Punktar

Norrænum þjóðrembuflokkum hefur vegnað bezt, þegar þeir sinna áhyggjum fátækra. Einkum skiptir máli áhugi þeirra á velferð fólks. Í öðru sæti er ræktun þeirra á ótta fátækra við útlendinga. Þannig náði danski þjóðarflokkurinn miklu fylgi í kosningunum um daginn. Þannig hafa vinstri kjósendur krata óvænt fært sig yfir á hægri væng. Miðstéttastefna krata höfðar ekki til þeirra. Hér gegnir Framsókn hlutverki útlendingahaturs, en það dugir henni ekki. Fylgið er ítrekað um 9% í könnunum. Stafar af eindreginni óbeit Sigmundar Davíðs á hvers kyns velferð. Ekki er nóg að tala flátt, þegar verkin níðast eindregið á fátækum.