Eins og Sigmundur Davíð

Punktar

Ólafur Ragnar Grímsson þrætir fyrir að hafa sagt 6. júní: “Þessi atburðarás og reyndar líka viðræður mínar við fjölmarga evrópska áhrifamenn hafa sannfært mig um að þrátt fyrir vinsamlegar yfirlýsingar sé í raun ekki ríkur áhugi hjá Evrópusambandinu á því að ljúka á næstu árum viðræðum við okkur.” Nú segist hann hafa sagt eitthvað á þá leið, “að ekki væri unnt að ljúka viðræðum nema að ljóst væri að verulegur stuðningur væri meðal Íslendinga fyrir aðild.” Himinn og haf er milli þess sem myndskeiðið frá þingsetningu segir og þess sem forsetinn lýgur núna. Eins ómerkilegur og Sigmundur Davíð.