Eins og Rómverji

Punktar

„Í Róm lifirðu eins og Rómverji.“ Sumir múslimar eiga erfitt með að skilja það. Þegar ég er í Persíu haga ég mér eins og þarlendir. Sumir múslimar telja sig geta flutt með sér ýmsa ofsatrú, til dæmis karlrembu. Skilja ekki veraldlegt samfélag og vilja ekki aðlagast. Við slíkar aðstæður verður engin fjölmenning, bara stál í stál. Sumir múslimar eiga erfiðara en aðrir með að starfa með fólki af öðrum toga. Einangrast og láta klerka sína æsa sig upp gegn gestgjöfunum. Fjölmenningarstefna Evrópu bíður því skipbrot gagnvart sumum múslimum. Finna þarf leiðir fyrir þá inn í samfélagið eða hafna tilgangslausri aðild þeirra.