Ég hallast núna að eins árs kjörtímabili næst. Geri ráð fyrir, að píratar verði leiðandi afl á þingi eftir næstu kosningar. Sú ríkisstjórn knýi fram atkvæði á þingi um orðalag nýrrar stjórnarskrár. Jafnframt verði ein fjárlög afgreidd, þar á meðal með lykilatriðum á borð við auðlegðarskatt og hærri auðlindarentu. Að þessu eina ári liðnu sé heppilegt að hafa þjóðaratkvæði um stjórnarskrána og nýjar alþingiskosningar. Eftir þessar kosningar verði nýja stjórnarskráin samþykkt í annað sinn á alþingi. Taki þetta mikið lengri tíma, er hætt við, að fólk með gullfiskaminni verði ginnkeypt fyrir sjónhverfingum bófaflokkanna.
