Einræðisherra heimsins

Punktar

Michael Kinsley fjallaði í morgun í Washington Post um lögmæti stríðsins við Írak. Hann segir, að sum stríð geti verið lögleg, en þetta stríð sé hvorki löglegt að bandarískum né alþjóðlegum lögum. Hann segir, að réttlætingar George W. Bush feli í sér, að hann telji sér heimilt að ráðast á hvaða ríki sem er í heiminum, ef hann sjálfur metur, að það geti einhvern tíma í framtíðinni orðið Bandaríkjunum hættulegt. Hann líti í rauninni á sig sem einræðisherra heimsins.