Einokunarbófar á stjái

Fjölmiðlun

Netflix-deilan minnir mig á einokunarverzlunina 1602-1787. Kaupmenn áttu þá landshluta. Menn voru dæmdir fyrir að verzla við rangan kaupmann. Leifar af því fáránlega kerfi eru hér enn, verndaðar af ríkisvaldinu. Málið snýst ekki um höfundarrétt, heldur um verzlunarfrelsi. Tilgreindir aðilar þykjast eiga Íslandsverzlunina og vilja banna mönnum að verzla við aðra en þá. Þetta er úrelt og á að banna. En Alþingi hefur jafnan verið hallt undir bófa og hagað reglum í þeirra hag. Menn verða að bindast óformlegum samtökum um að hafna séríslenzkum einokunarbófum. Öðlast frelsi til að skipta við betri kaupmenn.