Dólgsleg er yfirlýsing forstjóra Landsbankans um, að bankinn tapi þrjátíu milljörðum á kvótafrumvarpinu. Hið rétta er, að hann tapar fénu á ólögmætum veðum, sem hann hefur tekið í þjóðareigninni. Ríkisstjórnin á strax að nota tilefni yfirlýsingar bankastjórans til að gefa út yfirlýsingu. Hún vari þar bankadólga við að afskrifa meira án yfirtöku veða. Bendi á, að slíkt verði ekki gert á kostnað ríkisins með skaðabótakröfum á hendur því. Einnig verði þar lýst ábyrgð bankanna á þegar framkvæmdum afskriftum skulda greifanna án yfirtöku veða í kvóta. Ríkið þarf að gefa bankadólgunum einn á lúðurinn.
