Einlægur lygari

Punktar

Ég hef gleymt að skrifa minningargrein um Tony Blair. Hér kemur hún. Hann var því einlægari á svipinn, sem hann laug meira. Ríkisstjórn hans snerist um almannatengsl. Hann hafði hirð kringum sig til að pakka inn pólitík, spinna vefi og ljúga að fólki. Því meira sem hann þráði ást þjóðarinnar og heimsins, þeim mun meira var hann hataður af öllum. Óeinlægni hans var svo augljós, að fólki hryllti við. Síðast var hann í illa launuðu hlutvrki smalahunds hjá George W. Bush. Það lýsir frati á Palestínumenn að gera skúrkinn að sendiherra fyrir kvartett stórveldanna í Palestínudeilunni.