Einkavætt myrkur

Punktar

Í New York Times telur Robert Kuttner, að einkavæðing sé orsök stóra rafmagnshrunsins, sem sveipaði norðausturhluta Bandaríkjanna myrki fyrir helgina. Hann minnir í leiðinni á Enron-hneykslið, sem einnig hafi stafað af einkavæðingu raforkugeirans. Skammtímasjónarmið markaðshyggjunnar hafi vikið til hliðar langtímasjónarmiðum opinbers rekstrar, sem enn er ráðandi í suðausturhluta Bandaríkjanna, þar sem raforka er ódýr og dettur ekki út.