Einkavæðing vatnsins

Punktar

Peter Brabeck, stjórnarformaður Nestlé, segir vatn ekki vera mannréttindi. Hann er forvígismaður einkavæðingar á vatni. Nestlé hefur komizt yfir vatnið á ýmsum þriðja heims svæðum og selur fátækum það á okurverði. Græðgin þykir honum vera til fyrirmyndar. Svipaðar skoðanir koma fram hjá öðru græðgisliði, til dæmis í bandaríska teboðinu. Þar reyna menn að tæta velferðina í sundur, þessa dagana einkum í heilbrigðiskerfinu. Hér á landi höfum við ríkisstjórn, sem gengur lengra í teboðshyggju en allar fyrri ríkisstjórnir. Hún mölvar alls staðar úr velferð, mest í heilbrigðismálum. Hannes Hólmsteinn er ekki nógu róttækur fyrir hana. Nú er Margrét Pála í Hjallastefnunni orðinn spámaður íslenzka teboðsins.