Einkavæðing Dettifoss?

Punktar

Hef enga trú á, að eignarhaldsfélag Reykjahlíðar geti lokað Dettifossi fyrir almenningi. Umgengni fólks um Ísland er tryggð í lögum frá 1999. Ríkið hefur beinlínis lagt veg að Dettifossi í samráði við eignarhaldsfélagið. Félagið getur reynt að girða fossinn af fyrir tugi milljóna, en þá girðingu verður fólk að klippa. Girðing mundi lækka ferðamannatekjur í Suður-Þingeyjarsýslu og leiða til ófriðar í héraði. Gjaldtöku þarf sums staðar, en hún á ekki að renna um vasa eignarhaldsfélaga. Ekki við Dettifoss fremur en Kerið. Kannski reynir yfirvofandi ríkisstjórn að einkavæða náttúruna um leið og spítalana.