Einkafrumvarpið fullprentað

Greinar

Tómas Árnason tekur ekkert mark á samstarfsflokkum Framsóknarflokksins í ríkisstjórn. Hann hyggst nú leggja fram einkafjárlög, þrátt fyrir endurteknar viðvaranir samstarfsflokkanna og skipun sérstakrar fjárlaganefndar honum til höfuðs.

Tómas var tilbúinn með frumvarp sitt til prentunar heilli viku fyrir setningu alþingis 10. október. Þegar Dagblaðið skýrði frá stöðunni, varð mikill hvellur meðal þingmanna stjórnarinnar. Marséruðu þeir undir forustu Lúðvíks Jósepssonar á fund þriggja ráðherra og mótmæltu harðlega.

Nú hefur Tómas bætt um betur. Hann er búinn að láta prenta frumvarpið, nákvæmlega eins og það var fyrir rúmlega þremur vikum.

Jónas Kristjánsson

Dagblaðið