Lagning Sundabrautar á vegum Faxaflóahafna er sýndarmennska. Eins og aðrar einkaframkvæmdir á ríkisverkum snýst hún um að halda ríkisframkvæmdum utan við fjárlög, svo að þær spenni ekki upp ríkisgeirann. Það sýnir vel, hversu rugluð eru sum hugtök í hagfræðinni. Enginn aðili getur náð lægri vöxtum en ríkið sjálft, af því að það fer síðast allra á hausinn. Það getur alltaf skattlagt fólk. Faxaflóahafnir geta ekki útvegað sér eins lága vexti og ríkið getur sjálft. Engum kemur á óvart, að Bingi í borginni hefur forustu í þessasri sjónhverfingu. Hún er dæmigerð fyrir Framsókn á kosningavori.
