Einkabílahatrið

Punktar

Borgarskipulag hefur versnað á þessu kjörtímabili. Yfirvöld reyna að bregða fæti fyrir einkabíla til að troða fólki í strætó eða upp á reiðhjól. Síðara er bara góðviðrisstefna, eins og sjá mátti í flughálkunni. Stefnan er varin með rugli. Meðal annars er sagt, að verktakar vilji færri bílastæði. Vilja þeir þó bara minnka kostnað sinn og vita ekkert um óskir íbúa. Einnig vantar í dæmið tilfinningu fyrir víðari vanda: Bílastæðaskortur við ný hús dreifir vandanum til íbúa, sem fyrir eru. Þröngbýlisstefna rýrir lífsgæði fólks, sem búið er að koma sér fyrir á svæðum, er laskast svo við þéttingu byggðar.