Hræddur er ég um, að fylgismenn Samfylkingarinnar í prófkjörum séu sáttir við flokkinn. Þeir þakka fall fyrri ríkisstjórnar og fagna aðgerðum nýrrar ríkisstjórnar. Meira þurfa þeir ekki. Mér sýnist væntanlegur þingflokkur Samfylkingarinnar eins geta hallað sér til hægri sem til vinstri. Ekkert hefur breyzt í hugarfari þingflokksins. Hann er áfram hallur undir stefnu Blair og Brown, fylgjandi frjálshyggju og ástfanginn af auðmönnum. Kannski hefur einhver kratísk kúvending átt sér stað í hugarheimi sumra, en þess sjást engin ytri merki. Enn virðist Jóhanna vera eini kratinn í flokknum.
