Einhliða sanngirni

Punktar

Nokkrum bæjarstjórum úti á landi finnst sanngjarnt, að Reykjavík taki tillit til utanbæjarfólks, sem þurfi flugvöll í Reykjavík. Hagsmunir þess vegi þyngra en hagsmunir Reykjavíkur af auknu byggingarlandi nálægt miðborginni. Hins vegar hef ég aldrei heyrt neinn bæjarstjóranna segja sanngjarnt, að Reykvíkingar hafi sama atkvæðisrétt og utanbæjarfólk. Þannig eru tillitssemi og sanngirni skapgerðarþættir, sem Reykvíkingar eiga að sýna utanbæjarfólki, en utanbæjarfólk þarf ekki að sýna latte-lepjurum. Hvernig væri nú að hafa jafnvægi í sanngirni í stað frekjulegrar kröfu um einhliða sanngirni?