Einhliða ógeð

Punktar

Ríkisstjórnin minnkar vaxta- og barnabætur, skerðir þannig afkomu fátækra. Afturkallar hins vegar ekki lækkun auðlindarentu og afnám auðlegðarskatts, sem gæfi þrjátíufalt meira í Landspítalann. Rétt áður ákvað ríkisstjórnin að minnka íbúðaskuldir vel stæðra til samræmis við láglaunafólk. Ennfremur að gefa hátekjufólki skattaafslátt af séreignasparnaði, sem fátæklingar eiga ekki. Allar, ALLAR gerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að auka bilið milli vel stæðra og fátækra. Engin, ENGIN aðgerð hennar minnkar bil vel stæðra og fátækra. Allt frá stofnun lýðveldisins er þetta ógeðslegasta ríkisstjórnin.