Fundinn hefur verið upp fimm sentimetra vaxkubbur til að setja í kæliskápa til að spara orku. Rafmagnið fer þá í gang, þegar varan hitnar, ekki þegar bara loftið í skápnum hitnar. Kubburinn kostar 3000 krónur stykkið og á að geta lækkað orkureiknings hótels um 2 milljónir króna á ári. Auk þess dregur hann úr útblæstri gróðurhúsalofts. Einnig er byrjað að selja ljósaperur, sem draga úr orkunotkun og endast betur en venjulegar perur. Næsta skref er að setja vaxkubba í alla nýja kæliskápa og setja umhverfisgjald á gamaldags ljósaperur. Í orkubúskapnum gerir margt smátt eitt stórt.
