Ein fjöður = sjö hænur

Punktar

Sigmundur Davíð er gefinn fyrir ýkjur. Magnar eina fjöður upp í sjö hænur: „Það er ekki langt síðan að það kom upp mjög alvarlegt mál í Danmörku bara fyrir tveimur vikum síðan, þar sem fjöldi fólks lést og þúsundir, tugþúsundir sýktust vegna sýkingar í matvælum.“ Ekki er fótur fyrir þessari fullyrðingu, bara sú fjöður, að 34 Danir hafa sýkzt af listeríu á þessu ári, svipað og í meðalári. SDG er vanur að segja æsifréttir. Fræg var fréttin um, að auðvelt væri að láta hrægamma borga skuldurum 300 milljarða. Núna er hann að reyna að magna hysteríu í garð evrópskra matvæla. Enginn mundi ráða svo ruglaðan sögumann á fjölmiðil.