Magnús Kristinsson í Eyjum ber af kvótagreifum. Leit svo risastórt á sig á blöðrutímanum, að hann þurfti þyrlu til að komast á klósettið. Einn af þeim mörgu, sem geta ekki rekið fyrirtæki. Naut aðgangs að þjóðareign og notaði aðstöðuna til að fjárfesta í botnlausu rugli út og suður. Einn af greifunum, sem eiga að missa gjaldþrota fyrirtæki sín. Enda hlýtur það að vera þáttur í sátt þjóðarinnar um fyrningu kvótans, að helmingur kvótagreifanna hverfi af vettvangi. Binda á kvótann við byggðir landsins og leigja út aðstöðuna til hæstbjóðanda. Þyrlu- og kvótagreifinn Magnús er ein af sjö plágum landsins.