Eigendur ofmetnist ekki

Veitingar

Eigandi matarhúss á að vera á staðnum. Ofmetnist ekki af velgengni og freistist til að opna fleiri. Þá fer allt í steik. Því hætti ég að leita nýrra staða, rúnta milli sjö-átta, sem bjóða festu, jafnan í hádegi. Þar er úrvalsmatur með persónulegri þjónustu. Svo sem Sjávargrillið, Matur og drykkur, Kopar og Verbúð 11. Einnig Restó, sem má kasta gamalli innréttingu úr frauðplasti. Minnka þrengsli í básum og afskaffa lóðrétt sætisbök. Fiskfélagið og Grillmarkaðurinn þurfa festu í sal og nærveru eiganda, ekki síný andlit inspektora. Holt er líka gott. Átta gæðastaðir alls, þarf að nefna fleiri? Kannski Tilveruna og Von í Hafnarfirði, varla fleiri.