Undir forustu kvótagreifa eru eigendur Íslands að herða tökin. Ránsfengurinn úr þjóðarauðlindinni er notaður í sífellt dýrari auglýsingaherferðir. Þær segja fávitunum, að allt fari fjandans til, fái þjóðin aukna auðlindarentu. Á sama tíma eru hin ýmsu samtök auðsins að sameinast í ein samtök. Þar ráða kvótagreifar ferðinni eins og áður í Samtökum atvinnulífsins. Með milljörðum úr ránsfengnum, með Mogga, Sjálfstæðisflokki og efldum samtökum auðsins eru greifar Íslands að afskræma lýðræðið. Í skjóli ótrúlegrar heimsku fólks er sett hér upp auðræði, þar sem ránsfé örfárra stjórnar vitund og vilja fólks.
