Eiga ekkert erindi

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn munu ekki laga það, sem illa hefur gengið hjá ríkisstjórninni. Þeir munu ekki siðvæða spillt bankakerfi. Munu ekki koma kvótanum í þjóðareign og á uppboðsmarkað. Munu ekki bera undir þjóðina uppkast Stjórnlagaráðs að stjórnarskrá. Munu ekki losa okkur við bölvald krónunnar. Munu ekki einu sinni koma hagkerfinu í gang eftir hrunið, því að það hefur þegar verið gert. Af þessu má ráða, að flokkarnir tveir eiga ekkert erindi við fólkið í landinu. Ekki fremur en dauðuppgefnir ríkisstjórnarflokkar. Við þurfum spánnýja flokka til að taka við keflinu.