Eiga að hafna umsókn Íslands

Punktar

Mér finnst heimskt, að Evrópusambandið vilji aðild Noregs og Íslands. Þessi tvö ríki vilja bara njóta ávaxtanna úr aldingarðinum, en ekki leggja neitt fram á móti. Þau eru líka skipuð útkjálkaliði, sem óttast meginland Evrópu eins og sýslumanninn og hörmangarann. Ef Evrópusambandið þekkti umræðuna á Íslandi, mundi það forða sér hið bráðasta. Mér finnst heimskt, að Bretland fái að vera inni. Bretland spilar líka fríspil, enda er það eyríki eins og Ísland. Meginland Evrópu er á fínni siglingu í átt til framtíðarinnar. Það á ekki að láta eigingjarna eyjaskeggja með mosann í skegginu tefja fyrir sér.