Í keðjuverzlunum virðist mér flest egg sögð undan hamingjusömum hænum, sem valsi um í náttúrunni. Stingur í stúf við, að nánast öll eggjaframleiðsla á Íslandi er í verksmiðjum. Hvað verður um öll þau egg? Ég held, að þau séu bara stimpluð „vistvæn“ af Bændasamtökunum og við það látið sitja. Man ekki eftir neinu eggjabúi, sem fer eftir reglum lífrænnar framleiðslu. Að minnsta kosti sé ég aldrei neina slíka vottun. Hvergi sé ég stimpil Túns í búðunum. Mér sýnist líklegt, að fullyrðingar á eggjabökkum um hamingjusamar hænur í náttúrunni séu gróf fölsun. Auðvitað undir verndarvæng Matvælastofnunar.