Ég þakka mosaskeggjum

Punktar

Væri innanlandsflugið rekið frá Keflavíkurvelli, mundu fleiri ferðamenn fljúga beint út á land eða koma beint utan af landi. Skortur á tengingu innanlands- og millilandaflugs hamlar ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Samt hamast mosaskeggir við að heimta áframhald innanlandsflugs í Reykjavík. Það er gott. Fleiri gista í Reykjavík, þar sem bezt er að vera, og gista þar áfram. Og þá valda túristar minni skaða með átroðningi á ferðastöðum úti á landi. Takist mosaskeggjum að ná skipulagsvaldinu af Reykjavík, mun innanlandsflugið halda áfram að koðna niður. Framsóknarættaðir mosaskeggir geta ekki hugsað eina hugsun til enda, gott á þá.