Ég er einkaframtak. Hef safnað 600 reiðleiðum í GPS-punktum, sumpart leiðum af kortum og sumpart ferlum úr ferðum. Landssamband hestamannafélaga og Landmælingar Íslands höfðu reynt, en gátu ekki. Þá vorum við þrír hestamenn fengnir til að afhenda Landmælingunum okkar GPS-punkta. Þeir týndust síðan allir hjá landmælingunum. Landssambandið samþykkti þá formlega að styðja mína söfnun, fá félagsmenn til að senda punkta. Ekki kom gramm út úr þeim stuðningi. Allar leiðirnar eru mínar og frá félaginu Glaði í Dölum. Þetta er munur einkaframtaks míns og félagslegs framtaksleysis og ríkisdauða.