Ég biðst afsökunar

Punktar

Þegar hinn skelfilegi sannleikur kemur í ljós, sést oftast, að ég hef farið of mildum orðum um ástandið. Hef kallað stjórnmálaflokka bófaflokka, þegar við hæfi væri að nota sterkara orðalag. Hef sagt kjósendur heimska, þegar við hæfi væri að kveða fastar að orði. Staðreyndin er, að Ísland er ónýtt ríki. Kann ekki fótum sínum forráð vegna yfirgengilegs sinnuleysis kjósenda og raðsvika pólitískra bófaflokka. Skammstafanir í útlöndum vita ætíð betur en við. Samt freistast ég til að tala um ástandið eins og það sé stórgallað fremur en algert ógeð. Ég biðst afsökunar á, að hafa beitt of vægum orðum.