Ég á auðlindina samt

Punktar

Bráðum hefur meirihluti stéttar lagatækna komið fram fyrir hönd kvótagreifa til að kynna eignarétt þeirra á þjóðarauðlindinni. Þeir segjast fara í mál gegn ríkinu, verði kvóti fyrirtækjanna skertur. Samkvæmt því er stjórnarskrá landsins markalaus, greifarnir eiga kvótann, en ekki þjóðin. Engin takmörk eru fyrir ruglinu, sem lagatæknar geta haldið fram. Ástandið er orðið líkt því, sem er í Bandaríkjunum, þar sem fræg dómsmál snúast mest um skrítnar útleggingar lagatækna á lögbókinni. Réttlæti víkur fyrir tímafreku og afar dýru dómstólavafstri. Réttlætið er þeirra, sem hafa sniðugustu lagatæknana.