Eftirlit er bannað

Punktar

Ríkisstjórnin sker opinbert eftirlit niður við trog, svo að gráðug athafnaskáld geti frekar leikið lausum hala. Verst er henni við Sérstakan saksóknara, sem verður senn að hætta við rannsóknir vegna skorts á fé og fólki. Í ár var hann skorinn niður um helming og á næsta ári aftur um helming. Framlögin hafa fallið úr 1,3 milljörðum niður í 0,5 milljarða. Sama er að segja um annað eftirlit. Sauðir eru settir til að stjórna Fjármálaeftirlitinu, alls kyns umboðsmenn eru skornir niður við trog. Og næst kemur röðin að Samkeppniseftirlitinu, er leyfði sér að hrófla við Mjólkursamsölunni, sem áratugum saman hefur kvalið þjóðina. Og skattrannsóknastjóri þorir ekki að kaupa gögn um skattsvikara. Ísland í dag.