Efri miðstétt talar

Punktar

Þeir, sem segjast berjast fyrir skuldara, eru raunar að berjast fyrir hag tekjuhárra skuldara. Þeirra, sem offjárfestu í lífsstíl síðustu árin fyrir hrun. Þaðan kemur krafan um flata niðurfellingu skulda, sem kemur bezt þeim, sem mest skulda. Þaðan kemur Kögunarbarnið Sigmundur Davíð, sem gerði þetta að stefnu Framsóknar. Þaðan kemur kvótabarnið Lilja Mósesdóttir, sem gerði þetta að hornsteini nýs stjórnmálaflokks. Tekjuháir fjölmiðlungar hafa tekið undir þessa sérhagsmuni. Hafa haldið á lofti sérhagsmunum, sem fela í sér, að bólginn lífsstíll þeirra sjálfra greiðist af tekjulágum skattgreiðendum.