Efrafjall

Frá Máná í Fljótum í Skagafirði um Efrafjall til Siglufjarðar.

Förum frá Máná suður Mánárdal og beint áfram upp á Efrafjall og vestan við Illvirðahnjúk í 540 metra hæð. Áfram suður á fjallsbrún og þar til austurs niður í Skarðsdal. Þaðan norður til Siglufjarðar.

8,4 km
Skagafjörður, Eyjafjörður

Nálægar leiðir: Dalaleið, Siglufjarðarskarð, Sandskarð, Hólsskarð, Fiskihryggur, Hestskarð eystra.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort