Eðlilegt er, að þættir samfélagsins stuðli að stéttaskiptingu. Menntaskólar velja inn fólk eftir einkunnum. Það stuðlar að eðlilegri stéttaskiptingu. Sumum gengur betur en öðrum, fá hærra kaup, fínni hús og stærri bíla. Engin ástæða er til að reyna að hindra, að markaðshagkerfið virki á réttan hátt. Samfélagið reynir hins vegar með velferð að draga úr stéttaskiptingu án þess að jafna hana. Það köllum við almannatryggingar. Eitt má þó gera til viðbótar, jafna skattana. Ástæðulaust er, að fátækir borgi hærri skatta af launatekjum en ríkir borga af fjármagnstekjum. Þar á að jafna prósentuna.