Sameining Moggans og Fréttablaðsins er bara eðlileg vörn gegn yfirvofandi gjaldþroti. Hún er lítið vandamál prentfrelsis. Sameiningin hefur að vísu í för með aukna fáokun í útgáfu. En þessir fjölmiðlar fylgdu hvort sem er að mestu forustu landsfeðra og banka inn á foraðið. Hafa gagnrýnt þá, sem árum saman vöruðu við vitleysunni. Blogg einstaklinga mun að einhverju bæta upp aukna fáokun í fjölmiðlun og hefur raunar þegar gert það. Þegar hefðbundin fjölmiðlun bilar, mun bloggið auka hlut sinn í íslenzkri fjölmiðlun. Hagur hefðbundinna fyrirtækja í fjölmiðlun mun þrengjast ört á næstu misserum.