Í gærkvöldi vitnaði Economist í hershöfðingjann Tommy Franks, sem sagði, að Douglas Feith væri mesta fífl á jörðinni. Feith er einn af nýja íhaldinu, sem nú eru spottaðir í Bandaríkjunum. Paul Wolfowitz þóttist hreinsa spillingu í Alþjóðabankanum og datt sjálfur á bólakaf í hana. Donald Rumsfeld var rekinn, Lewis Scooter Libby er fyrir rétti. Richard Perle og David Frum eru flúnir inn í American Enterprise Institute. Economist segir, að þessir menn, sem hófu stríð við Írak, séu búnir að vera. Þeir hafi orðið aðhlátursefni, er þeir komust til valda; urðu “disaster”, segir Economist.
