F. Miðbær eystri – Villa Giulia

Borgarrölt, Róm

Villa GiuliaVilla Giulia, Roma

Við tökum leigubíl að Villa Giulia, sveitasetri páfans Juliusar III, hönnuðu af Vignola 1551, þar sem er safn etrúskra minja. Etrúrar eru taldir hafa komið frá Litlu-Asíu í lok 8. aldar f.Kr. Þeir réðu Róm og stórum svæðum á Ítalíu, áður en Rómverjar tóku við í lok 6. aldar f.Kr. Þessar þjóðir runnu síðan saman á 1. öld f.Kr.

Af gripum safnsins er frægast steinkistulok frá lokum 6. aldar með leirstyttu af hjónum á hvílubekk.

Frá Villa Giulia göngum við eftir Viale delle Belle Arti að Galleria Nazionale d’Arte Moderna í höll frá 1911, þar sem sýnd er ítölsk list frá 19. og 20. öld

Næstu skref