Dýrt og vont á Kaffivagninum

Veitingar

Kaffivagninn á Granda var lengi einn af beztu veitingastöðum borgarinnar. Eftir eigendaskiptin í vetur var maturinn fyrst svipaður, enda fyrri eigandi í eldhúsi. Núna í marz hafa orðið mikil umskipti. Fiskur dagsins er ítrekað undarlega eldaður og minnir á bandaríska skyndibitastaði. Forsoðnar kartöflur voru nærri svartar og hrufóttar af grimmri steikingu. Lax og smálúða minntu á djúpsteikta freðfiskbita án eigin fiskbragðs, en þeim mun hastarlegra bragðs af meðfylgjandi sósum. Þar á ofan er Kaffivagninn orðinn dýr, 3000 krónur fiskur dagsins, meðan fiskur dagsins á sumum beztu húsum borgarinnar er ekki enn kominn í 2000 krónur.