Dýrkeyptur varasjóður

Punktar

Skuldsettur gjaldeyrissjóður er lítils virði. Væntanlegir lánardrottnar láta tæpast blekkjast af gjaldeyrissjóði, sem er allur í skuld. Hann hefur samt það takmarkaða gildi að veita svigrúm til endurgreiðslu skulda, þótt ekki sé til fyrir þeim. Skuldsettur sjóður lengir í hengingarólinni. Markmið Alþjóða gjaldeyrissjóðsins var einmitt að tryggja endurgreiðslugetu Íslands. Að gera landið þannig að betri skuldara. En dýrt er að eiga gjaldeyrissjóð í skuld. Vaxtajöfnuðurinn er neikvæður, því að borga þarf vexti af skuldsettum sjóði. Hærri vexti en sjóðurinn aflar. Markmið vort með sjónhverfingunni er óljóst.