Dýrkeypt hræsni

Punktar

Margar ríkisstjórnir og fjölmiðlar hafa fordæmt íslenzku ríkisstjórnina fyrir að ákveða að hefja nú þegar hvalveiðar að nýju eftir fjórtán ára hlé. Þar á meðal er ríkisstjórn Bandaríkjanna og ýmsir bandarískir fjölmiðlar. Réttilega er sagt, að það sé hræsni Íslendinga að kalla þetta vísindaveiðar. Vakin er athygli á mótmælum íslenzkrar ferðaþjónustu, sem telur hagsmuni hvalaskoðunar vera langtum þyngri á metaskálunum en hagsmunir hvalveiða. Almennt má segja, að sýnd sé neikvæð mynd af Íslandi í vestrænum fjölmiðlum þessa dagana. Vafalaust leiðir það til þess, að miklu færri en ella taki ákvörðun um að heimsækja Ísland. Segja má því, að Íslendingar stundi dýrkeypta hræsni á þessu sviði til að þjónusta minni hagsmuni á kostnað meiri hagsmuna í þjóðfélaginu.