Dýrkeypt einkavæðing

Punktar

Julian Borger nefnir í Guardian tvö dæmi um hörmulegar afleiðingar einkavæðingar. Annars vegar er það einkavæðing raforkukerfisins í norðausturhluta Bandaríkjanna, sem olli því, að ekki var lagt fé í öryggisþætti, er mælast ekki í stundargróða. Það leiddi til algers hruns á dreifingu rafmagns. Hins vegar er það einkavæðing uppbyggingar efnahagslegra innviða í hernumdu Írak, þar sem opinberu fé Bandaríkjanna hefur verið sóað án nokkurs sjáanlegs árangurs. Það hefur leitt til aukinnar óbeitar borgara landsins á bandaríska hernáminu, sem sagt er verra en Saddam Hussein.