Dyrfjöll

Hringleið frá Lobbuhrauni um Hvolsmæli, Dimmadal og Jökuldal.

Hrikalegt og fallegt landslag undir Dyrfjöllum. Þau eru hæstu fjöll við Borgarfjörð. Hæsti tindur þeirra er 1136 metrar. Þau bera nafn af Dyrum, klettaskarði, sem er í fjallgarðinum miðjum. Dyrnar eru í 856 m hæð og erfitt að fara þar um nema fyrir vana fjallgöngumenn. Dyrfjöll eru oft kölluð Útverðir Austurlands í norðri. Jóhannes Sveinsson, Kjarval, notaði þau oft sem fyrirmynd, enda var hann uppalinn á Borgarfirði. Finna má í þjóðsögum sagnir um álfakóng, Grýlu og jólasveinanna í Dyrfjöllum. Neðri hluti þeirra mynda háa móbergshamra, sem mynduðust í öskjuvatni. Efstu hraunlögin eru svo úr basalti. Beggja vegna Dyra eru framhlaup frá jökulskeiðum. Stórurð, Urðardalur og Dyrfjalladalur bera vott um þennan framburð. Lobbuhraun í Borgarfirði eru sams konar framburður.

Byrjum í Lobbuhrauni við þjóðveg 946 í Borgarfirði eystra. Förum fyrir sunnan Jökulsá vestur á fjallið og upp á Hvolsmæli í 440 metra hæð. Þaðan förum við suðvestur í Dimmadal. Síðan sveigjum við norður með Dyrfjöllum í Jökuldal. Þaðan suðaustur undir Dyrfjallatindi og Jökulsárufs og síðan austur dalinn og inn á upphaflegu slóðina norðaustan Hvolsmælis. Fylgjum henni til baka að Lobbuhrauni.

13,8 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Loðmundarfjörður, Kjólsvík.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort