Dýralækni bannað að baka

Punktar

Matvælastofnun Íslands á Selfossi er afsprengi Framsóknar, handbendi stóru vinnslustöðvanna. Bannar Sigurði Inga Jóhannssyni að baka í eldhúsinu heima og að selja kleinur á bændamarkaði á Flúðum. Þingmaðurinn og dýralæknirinn fattar ekki og kennir Evrópusambandinu um. Telur Evrópu hindra bændamarkað með kleinur, jarðarber, tómata, sultur og hjónasælu á Flúðum. Veruleikinn er annar. Allir smábæir Evrópu einkennast af bændamörkuðum, sem borgarbúar flykkjast á um helgar. Væru Flúðir í Evrópu, mundi bændamarkaður vera bezta tekjulind svæðisins. Sigurður Ingi, líttu þér nær, skammaðu Framsókn, ekki Evrópu.