Dýr aðlögun

Punktar

Landamærum Evrópu hefur meira eða minna verið lokað fyrir flóttafólki. Sjónir fólks beinast í auknum mæli að flóttafólkinu. Hvað á að gera við allt fólkið, hver á að útvega húsnæði, mat, aðlögun, heilsuvernd og skólagöngu. Ekki síður hver á að siða mannskapinn og hver á að borga. Falsaða bókhaldið dugir ekki. Í Svíþjóð kom í ljós, að yfirlýstur hagvöxtur felst ekki í, að flóttafólk hafi eða fái neina vinnu. Felst bara í, að fjöldi Svía fær góða vinnu við að sinna flóttafólki. Sumt af því er óvinnufært af trúarástæðum og tengdum miðalda-ósiðum. Kostnaður við aðlögun miðaldafólks að veraldlegu lífi verður meiri en annarra.