Þegar Barack Obama fékk friðarverðlaun Nóbels, missti ég afganginn af trúnni á dómgreind verðlaunanefndar norska stórþingsins. Tek því ekki mikið mark á friðarverðlaunum Evrópusambandsins. Held þau séu bara leikur í dularfullri skák. Samt á sambandið allt gott skilið sem Hið stóra friðarbandalag Evrópu. Stofnað á rústum Evrópu, sem aðeins kunni að vera í linnulausum styrjöldum innanbúðar. Eftir stofnun þess hefur verið friður. Ekki bara friður, heldur linnulaus uppgangur. Velsæld Vestur-Evrópu hefur einnig streymt suður og austur. Evrópa er ótrúlegt afrek, sem auðvitað hentar ekki íslenzkum bjánum.