Draumur um stjórnarskrá

Punktar

Drauma-stjórnarskrá væri 21. aldar útgáfa af þeirri bandarísku. Samin af greindu alþýðufólki. Engum lagatækni hleypt að. Sé fyrir mér safn spakmæla eftir Voltaire og fleiri hugsuði. Þau skuli ramma inn óskir þjóðarinnar um gott samfélag. Uppkast stjórnlaganefndar er eins konar málamiðlun. Samin af greindum mönnum, sem unnu saman að markmiði. Gerólíkt Alþingi, þar sem hver bjálfinn gargar á annan. Því miður var nefnd lagatækna hleypt í uppkastið. Hún dró úr mikilvægum réttindum, svo sem í upplýsingafrelsi almennings. Samt verður uppkastið þolandi, ef fleiri lagatæknum verður ekki hleypt að málinu.