Draumórum linnir

Punktar

Endurkjör George W. Bush forseta og innsetningarræða hans, þar sem hann sagðist mundu breiða frelsi út um heiminn með byssukjöftum, hefur bundið enda á tímabil draumóra um vestrænan menningarheim í samfélagi Atlantshafsbandalags. David Clark segir í Guardian, að Bandaríkin séu varanlega horfin til dólgaauðvalds og einstefnu ofbeldis, meðan Vestur-Evrópa, allt frá vinstri flokkum til hægri flokka, fylgi félagslegum markaðsbúskap í samræmi við vilja almennings eins og hann er mældur í skoðanakönnunum.