Draumastart

Punktar

Sigurjón M. Egilsson fær draumastart á dagblaði sínu eftir áramótin, kominn í sviðsljósið nú þegar. Honum var í gær vísað af ritstjórn Blaðsins, hálfum mánuði áður en hann átti að hætta þar. Mér hafði skilizt, að undirbúningur dagblaðs SME mundi hefjast um áramótin. En nú vilja eigendur Blaðsins ekki fá samkeppni fyrr en eftir rúmlega hálft ár. Slíkir átthagafjötrar standast ekki í raun. Hliðarverkun þeirra er að vekja athygli fólks á tilraunum SME til að búa til dagblað, sem ekki er lamað af hræsni og rétttrúnaði samfélagsins.