Draugar heyra illa

Punktar

Vinstri græn hafa Katrínu Jakobsdóttur umfram Samfylkinguna. Að öðru leyti eru þetta daprir flokkar. Kjördæmapotarar fortíðarinnar með Vaðlaheiði og Húsavík á samvizkunni. Ná sér ekki upp eftir svikin við stjórnarskrá fólksins á síðasta kjörtímabili. Svo og sérvitringar, sem trúðu, að hægt væri með kjaftæði að juða bófaflokkunum inn á stjórnarskrána. Ekki vottur lengur af búsáhaldabyltingu. Katrín ein dugar ekki og biður draugana að víkja: „Nauðsynlegt, að hver og einn í forystusveit flokksins, sem samanstendur að mestu af reynsluboltum, íhugi, hvort hann sé rétta manneskjan til að framfylgja stefnunni“. En draugar heyra illa.