Dráttarhlíð

Frá Nesjavöllum í Grafningi um Dráttarhlíð að fjallaskálanum Kringlu á Lyngdalsheiði.

Við Sogið var áður ferjustaður, fyrst þar sem það rennur úr Þingvallavatni og svo þar sem það rennur í Úlfljótsvatn. Vegna óhapps á efri staðnum var ferjan færð niður að Úlfljótsvatni, þar sem Sogið rennur í það. Þar voru lengi geymslur Skálholtsstaðar fyrir varning, sem skipað var upp í Maríuhöfn við Háls í Kjós. Nú er farið þar á brú yfir Sogið. Skálholtsmannavegur lá síðan frá Úlfljótsvatni fyrir norðan Búrfell og sunnan Hrólfshóla og svo fyrir norðan bæinn Björk um Lyngdal og mætti Biskupagötum við Stangarlæk. Biskupagötur lágu frá Skálholti til Þingvalla.

Förum frá Nesjavöllum með þjóðvegi 360 vestur í Hagavík og áfram að Villingavatni. Þar förum við frá bílveginum um hlið og síðan strax til vinstri á reiðleiðina um Dráttarhlíð. Förum norðan í Kvöldbrekkum, upp á Grenás og síðan eftir honum. Svo á bílveginn fyrir ofan stöðvarhús Steingrímsstöðvar og niður á brúna yfir Sogið. Áfram förum við svo spottakorn norður meðfram Þingvallavegi 36. Þegar við nálgumst Þingvallavatn, blasa við tvö hlið á hægri hönd. Við förum um hliðið til vinstri og komum þá á leiðina um Selvelli og Drift að fjallaskálanum Kringlu í Kringlumýri.

24,5 km
Árnessýsla

Skálar:
Kringlumýri: N64 11.080 W20 55.714.

Nálægir ferlar: Jórukleif.
Nálægar leiðir: Dyravegur, Hagavík, Ölfusvatnsá, Seldalur, Ölkelduháls, Búrfellsgötur, Lyngdalsheiði, Biskupavegur, Eskidalsvað.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort