Draflastaðafjall

Frá Draflastöðum í Fnjóskadal að Skuggabjargaskógi í Dalsmynni.

Mela- og Skuggabjargaskógur er meðal stærstu og mestu birkiskóga landsins. Þar er birkið síst lakara en í Hallormsstaðaskógi, Vaglaskógi og Bæjarstaðaskógi. Skógrækt ríkisins eignaðist jörðina Skuggabjörg og hluta jarðarinnar Mela árið 1948, en þær voru þá báðar komnar í eyði. Skógurinn var svo friðaður fyrir beit. Að sama skapi er langt liðið síðan skógurinn var nýttur og því hefur hann þróast sem náttúruskógur. Hægt er að ímynda sér að svona hafi landið litið út við landnám. Þetta er fyrst og fremst birkiskógur, lítið er um furu og greni. Í skóginum er mjög gott berjaland. Dráttarvélaslóð er um skóginn. Fnjóská liðast um fyrir neðan skóginn.

Förum frá Draflastöðum eftir jeppaslóð til norðurs milli Fnjóskár að austan og Draflastaðafjalls að vestan. Komum í Skuggabjargaskóg, þar sem Fnjóská sveigir til vesturs um Dalsmynni. Þar er slóð um skóginn að Laufási við Eyjafjörð.

5,1 km
Þingeyjarsýslukr

Jeppafært

Nálægir ferlar: Skuggabjörg, Fnjóskadalur, Gönguskarð.
Nálægar leiðir: Uxaskarð, Flateyjardalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson